13.10.1955
Efri deild: 4. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (74)

15. mál, tollskrá o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Fyrir nokkrum árum — ég man nú því miður ekki á stundinni hvenær — voru lögfestir viðaukar á vörumagnstoll og verðtoll, svo sem greinir í 1. gr. þessa frv., sem hér liggur fyrir, en ætíð hafa þessi ákvæði gilt eitt ár í senn. Jafnframt var á sama tíma ákveðið að heimila ríkisstj. að fella alveg niður aðflutningsgjöld af vissum vörutegundum, og eru þær greindar í 3. gr. þessa frv. Þau ákvæði hafa einnig verið framlengd nú um hríð undanfarin ár.

Af ástæðum, sem ég hef þegar greint í sambandi við annað frv., sem hér var á undan á dagskránni, leggur ríkisstj. til, að þessi ákvæði verði framlengd, og leggur því fyrir þetta frv. Er það ósk mín, að því gæti orðið vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umræðu.