31.01.1957
Neðri deild: 48. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

206. mál, skattfrádráttur

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil lýsa yfir eindregnum stuðningi mínum við þetta frv. og tel, að það hafi við full rök að styðjast. En ég vil þó beina þeirri spurningu til hæstv. fjmrh., bæði varðandi þetta frv. og næsta frv. á eftir á dagskránni, til þess að spara honum að standa upp sérstaklega þess vegna, hversu miklu þessi skattalækkun muni nema fyrir ríkissjóð. Ég tel, að það geti aldrei verið svo mikið, að það hafi nokkur teljandi áhrif á hag ríkissjóðs, — ég tek það skýrt fram, — svo að ég álít, að það geti ekki orðið málinu til trafala. En ég tel rétt, að þingheimur fái vitneskju um, hvaða áhrif þetta hafi á tekjur ríkissjóðsins, um hve miklar fjárhæðir hér sé að ræða.