21.02.1957
Neðri deild: 58. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (1202)

109. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (HÁ):

Í tilefni af kröfu hv. 5. þm. Reykv. (JóhH) um að vísa þessu máli frá vil ég geta þess, að mér virðist í fljótu bragði einsætt, að þetta lagafrumvarp fjalli ekki um breytingu á stjórnarskránni. En þar sem krafa hefur komið fram um úrskurð í málinu, þá lýsi ég því yfir, að það skal verða athugað og m. a. málflutningur sá, sem hér hefur fram komið, og úrskurður felldur, meðan málið er til meðferðar í þingdeildinni.