04.04.1957
Neðri deild: 80. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1195 í B-deild Alþingistíðinda. (1206)

109. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Aðalefni þess frv., sem hér liggur fyrir, felst í síðustu málsl. 1. gr. frv., sem hljóða svo:

„Segi varamaður af sér, missi kjörgengi eða falli frá, tekur sá varamannssæti, sem næstur er á listanum og ekki var áður varamaður. Varamenn landskjörinna þingmanna taka sæti eftir hliðstæðri reglu.“

Í frv. er lagt til, að lögfestur verði sá skilningur, sem komið hefur fram á Alþ. fyrr í vetur í sambandi við umræður um varamann í Reykjavík. Jafnframt er í frv. gert ráð fyrir fleiri tilfellum, þar sem það gæti verið fyrir hendi, að varamaður hefði farið frá og gæti ekki tekið sæti aðalmanns í kjördæmi, þar sem kosið er hlutbundinni kosningu. Jafnframt eru svo í frv.

hliðstæð ákvæði um varamenn landskjörinna þingmanna.

Þetta frv., sem er stjfrv., hefur verið til meðferðar á nokkrum fundum í allshn. Meiri hl. n. hefur, eins og nál. á þskj. 389 ber með sér, mælt með því, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það liggur fyrir á þskj. 231. Minni hlutinn, hv. 1. þm. Reykv. og hv. 2. þm. Reykv., stendur ekki að þessu nál., en hefur ekki skilað sérstöku áliti.

Ég vil aðeins leyfa mér fyrir hönd meiri hl. að leggja til, að frv. verði samþykkt.