24.05.1957
Neðri deild: 106. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1711 í B-deild Alþingistíðinda. (1612)

179. mál, Framkvæmdabanki Íslands

Frsm, meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Meiri hl. fjhn. hefur skilað áliti um þetta frv. á þskj, 621 og leggur þar til, að frv. verði samþykkt með breytingum, sem till. eru fluttar um á þessu þskj. Meiri hl. leggur til, að 3. gr. frv. falli niður, en í stað hennar komi ákvæði til bráðabirgða, þar sem efni þeirrar gr. verði upp tekið. Er þetta í samræmi við þær brtt., sem meiri hl. fjhn. hefur flutt við frv. um breytingu á landsbankalögunum og um Útvegsbanka Íslands.

Þá er einnig í þessu bráðabirgðaákvæði samkvæmt till. meiri hl. ákvæði um það, að starfstímabil bankaráðsmanna, sem kosnir verða af Alþingi og skipaðir af ráðh. í fyrsta sinn eftir samþykkt þessara laga, skuli vera til ársloka 1963. Í 2. gr. frv. segir, að þeir skuli kosnir og skipaðir til 6 ára.