29.05.1957
Sameinað þing: 63. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í D-deild Alþingistíðinda. (2548)

55. mál, fiskirannsóknir á Breiðafirði

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvers vegna 10. dagskrárliðurinn, Fiskirannsóknir á Breiðafirði, er tekinn út af dagskrá. Þetta mál hefur legið lengi í n. í vetur, en n. hefur nú fyrir nokkrum dögum skilað samhljóða áliti.

Mér finnst, núna þegar líður að þinglokum, að það megi ekki minna vera en við flm. fáum tækifæri til að þakka hv. n. fyrir þessar undirtektir, enda þótt ekki verði sagt, að hún hafi brotið ákvæði um hámarkshraða í vinnubrögðum varðandi þessa till. En þar sem, eins og ég sagði, fyrir liggur samhljóða álit n., þá er ekki nema 4–5 mín. verk að afgr. þetta mál, og ég legg eindregið til, að svo verði gert.