17.12.1956
Neðri deild: 33. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í B-deild Alþingistíðinda. (400)

5. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Hér er á ferð frv. um heimild fyrir ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld 1957 með viðauka.

Þarna er um að ræða nákvæmlega sömu gjöld og ákveðið var að innheimta með viðauka fyrir árið 1956 með lögum nr. 91 1955 og gjöldin óbreytt að öllu leyti frá því, sem var í þeim lögum.

Fjhn. mælir með því, að frv. verði samþykkt.