06.12.1956
Efri deild: 24. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (407)

76. mál, eignarskattsviðauki

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og segir í grg. frv., hefur eignarskattur undanfarið verið innheimtur með 50% álagi. Þetta hefur verið ákveðið frá ári til árs, gilt um eitt ár í senn.

Með þessu frv. er lagt til, að þetta álag gildi fyrir árið 1957. Ég vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umræðunni.