17.12.1956
Neðri deild: 33. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

71. mál, vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Meginbreyting sú, sem þetta frv. hefur í för með sér frá gildandi lögum, er í því fólgin, að hlutatala vöruhappdrættis Sambands íslenzkra berklasjúklinga er hækkuð úr 50 þús. í 65 þús., sem hlutirnir mega vera flestir.

Eins og fram kemur í grg. hæstv. ríkisstj. fyrir þessu frv., er það flutt að beiðni stjórnar Sambands íslenzkra berklasjúklinga, og hyggst sambandið með þessu móti afla sér aukins fjár til ýmiss konar framkvæmda, sem það hefur á prjónunum.

Eins og nál. á þskj. 142 ber með sér, mælir fjhn. einróma með því, að þetta frv. verði samþykkt.