20.12.1956
Neðri deild: 36. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

90. mál, skemmtanaskattsviðauki

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. þessu frv. felst það eitt, að skemmtanaskatt skuli á næsta ári innheimta samkv. sömu reglum sem gilt hafa undanfarin ár. Fjárþörf þeirra fyrirtækja, sem njóta tekna af skemmtanaskatti, mun á næsta ári verða sízt minni en hún hefur verið undanfarin ár, og ber því eðlilega nauðsyn til þess að framlengja gildandi lagaákvæði óbreytt. Frv. hefur verið afgr. í Ed., og legg ég til, að því verði vísað til hv. fjhn., og óska þess, að það nái fram að ganga sem fyrst.