31.01.1957
Efri deild: 48. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 740 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

3. mál, húsnæðismálastjórn

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það er af því, að forsetinn er ungur sem forseti, að hann líður það, að menn standi hér í ræðustól, þegar verið er að tala um ákveðið frv. á Alþingi, og spjalli um daginn og veginn, um sitthvað, sem hafi staðið í blöðunum um allt annað efni, o.s.frv., og þetta gamlir þm. Og svo eru þeir miður sín, hv. sjálfstæðismenn, að jafnvel fyrrverandi forsetinn, Sigurður Bjarnason, gerði þetta í Sþ. í gær. Þeir vita ekkert, hvað þeir gera, þeir gleyma þingsköpum, gleyma sjálfum sér og tala eins og þeir haldi, að þeir séu staddir á kjósendafundi. Þetta á ekki að eiga sér stað á Alþingi.