25.10.1957
Efri deild: 9. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

18. mál, umferðarlög

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Umferðarlagafrv. það, sem nú liggur fyrir, var flutt á síðasta Alþingi sem stjórnarfrv. Það var afgreitt hér í hv. deild með nokkrum breytingum eftir allrækilega athugun, að því er ég tel. Frv. er nú flutt á ný af allshn. d. eftir beiðni ráðh. og í því formi, sem það hafði, er það var afgreitt héðan úr hv. deild á síðasta Alþingi.

Ég sé ekki ástæðu til að gera nú grein fyrir efni frv. eða þeim nýmælum, sem það gerir ráð fyrir, enda ætla ég, að það muni vera hv. dm. í fersku minni.

Allsherjarnefnd sem heild hefur áskilið sér rétt til þess að flytja brtt. og sömuleiðis einstakir nm. Vera má, að nú verði uppi nýjar hugmyndir eða ný viðhorf, sem voru ekki uppi höfð í fyrra, þegar málið var hér í deildinni, og allshn, vill gjarnan athuga þetta mál milli umræðna.

Ég legg til að svo mæltu, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umræðu.