17.12.1957
Efri deild: 44. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í C-deild Alþingistíðinda. (2157)

90. mál, skipun prestakalla

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ef þessu máli verður vísað til menntmn., þá vil ég geta þess strax, að ég tel litlar líkur til, að n. geti haft fund um málið fyrir jól vegna annríkis hér í þinginu, enda sé ég ekki, að því liggi svo mikið á, en vil þó geta þessa. Annað er það, að ég teldi heppilegt, að hv. flm. léti n. í té með bréfi þá kafla úr bréfi prestsins, sem hann las hér áðan. Mér skilst, að þetta sé prívatbréf til hans, en hann gæti tekið upp úr því bréfi þá kafla, sem hann las hér upp og máli skipta fyrir n. að hafa fyrir sér.