09.12.1957
Efri deild: 34. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

73. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSt):

Út af því, sem hv. þm. Vestm. minntist á meðferð málsins, vil ég taka það fram, að það er í fyrsta lagi algerlega löglegt, það sem hér hefur farið fram, að málið er tekið fyrir, og þar að auki er það ekkert óvenjulegt, að mál hefur verið tekið fyrir með leyfi hv. d. á sama fundi og frv, er útbýtt. Ég vil benda á, að það kom ekkert mótatkvæði gegn því, að málið væri tekið fyrir á þessum fundi.