13.11.1957
Sameinað þing: 13. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1951 í B-deild Alþingistíðinda. (3087)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (GJóh):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 12. nóv. 1957.

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá Eggert Þorsteinssyni, 4. þm. Reykv.:

„Með því að ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu þrjár vikur, leyfi ég mér, með skírskotun til 144. gr. laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður, Jóhanna Egilsdóttir frú, taki sæti á Alþingi, meðan ég verð fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Bernharð Stefánsson, forseti efri deildar. Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Kjörbréf frú Jóhönnu Egilsdóttur liggur hér fyrir, og ég vil leyfa mér að gefa hlé á þingstörfum í fimmtán mínútur, svo að kjörbréfanefnd geti komið saman og tekið kjörbréfið til athugunar. (BBen: Herra forseti. Þetta er ekki á dagskrá, og menn hafa ekki áttað sig á, að þetta kæmi hér fyrir.) Það er ekkert óvanalegt, að svona mál hafi verið tekin fyrir utan dagskrár, og það verður tekið fyrir utan dagskrár.