17.02.1958
Neðri deild: 53. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (543)

100. mál, skattur á stóreignir

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Frv. þetta er fram borið til staðfestingar á brbl., sem út voru gefin 31. des. s.l. Þau eru um breyt. á l. frá 3. júní 1957, um skatt á stóreignir. Í þeim lögum var ákveðið, að á árinu 1957 skyldi leggja á slíkan skatt, en það kom í ljós skömmu fyrir áramótin síðustu, að ekki var unnt að ljúka því verki fyrir árslokin, og voru því þessi brbl. gefin út, sem kveða svo á, að skatturinn skuli á lagður fyrir febrúarlok 1958. Eins og fram hefur komið áður hér í umræðum um frv., þegar það var til 1. umr. er nú lokið við að leggja á þennan skatt. — Fjhn. mælir ágreiningslaust með því, að þetta frv. verði samþykkt.