10.03.1959
Efri deild: 83. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

123. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. N. hefur athugað þetta frv. og er sammála um að leggja til, að það sé samþykkt óbreytt. Ég tók það fram við 1. umr., að ég hefði dálítinn ugg með tilliti til þess, að hin nýja væntanlega kjörskrá verði látin gilda 1. maí. En ég hef talað við ráðh. og hef fullvissað mig um, að þessi lagabreyt., sem verður ekki í gildi nema stuttan tíma, þangað til hún er felld inn í kosningalögin í heild, því að öll þarf þau að endurskoða fyrir væntanlegar kosningar í haust, verði ekki notuð til þess, að það verði látið kjósa í maí í vor. N. mælir þess vegna samhljóða með því, að frv. verði samþ. óbreytt.