29.04.1959
Sameinað þing: 44. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í B-deild Alþingistíðinda. (450)

1. mál, fjárlög 1959

Karl Guðjónsson:

Herra forseti. Í fjvn. varð samkomulag um fjárveitingar til hafnagerða og fyrir mín tilmæli voru þar teknar inn 100 þús. kr. í þessu skyni. Og með því að ég er aðili að því samkomulagi, sem þannig var gert, þá greiði ég ekki atkv. um þessa till., eins og ég tók fram í n. að ég mundi gera, ef hér kæmi fram till. um þetta, enda þótt ég áliti, að sanngjarnt væri, að till. þessi væri samþykkt.