03.04.1959
Efri deild: 94. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

105. mál, samband íslenskra berklasjúklinga

Björn Jónsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að bera þá ósk fram við hæstv. forseta, að hann fresti umr. um þetta mál fram yfir helgi. Ástæðan til þessarar beiðni minnar er sú, að þegar fjhn. ræddi málið síðast á fundi, sem hófst kl. 11.30 í morgun, var lögð fram mjög ýtarleg grg. varðandi þetta mál frá ýmsum færustu mönnum okkar, sem hafa um þessi mál fjallað, og vannst ekki tími til þess fyrir nm. að kynna sér þessi ýtarlegu gögn, sem þarna lágu fyrir, en ég tel a.m.k. mér það nauðsynlegt til þess að ákveða afstöðu mína í málinu að hafa tækifæri til þess að athuga þessi gögn, sem borizt hafa. En að sjálfsögðu, þar sem þau hafa verið lögð svo seint fram í fjhn., hafa ekki verið tök á því að gera það. Auk þess er því svo við að bæta, að boðaður er þingflokksfundur í þingflokki okkar Alþýðubandalagsmanna. Af þessum tveim ástæðum vil ég vænta þess, að forseti verði við beiðninni.