14.08.1959
Sameinað þing: 13. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (242)

11. mál, niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Það voru aðeins þau ummæli hv. 1. þm. S-M., að ósk mín væri ekki þingleg, sem gefa mér tilefni til að taka það fram, að það er ósk hv. 1. flm. till., sem er ekki þingleg. Það er óþingleg meðferð að gera ráð fyrir atkvgr. um mál, án þess að því sé vísað til n. Ef það kemur fyrir, að máli sé ekki vísað til n., á að sjálfsögðu að gefast tilefni til þess að ræða málið ýtarlega og gefa allar upplýsingar um málið, sem fyrir kunna að liggja, af hálfu stjórnarvalda og það væri óþingleg meðferð að gera það ekki. Þess vegna endurtek ég enn ósk mína til forseta um, að málinu verði frestað.