20.11.1959
Sameinað þing: 1. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 3. kjördeildar (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. 3. kjördeild hefur haft til meðferðar og rannsóknar kjörbréf hv. þm. 2. kjördeildar, 19 að tölu, og eru það kjörbréf þeirra hv. þm., sem ég nú tel: Auður Auðuns, 2. þm. Reykv., Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl., Birgir Finnsson, 5. þm. Vestf., Bjarni Benediktsson, 1. þm. Reykv., Eðvarð Sigurðsson, 2. landsk. þm., Eysteinn Jónsson, 1. þm. Austf., Finnbogi R. Valdimarsson, 5. þm. Reykn., Geir Gunnarsson, 7. landsk. þm., Gísli Guðmundsson, 3. þm. Norðurl. e., Guðlaugur Gíslason, 3. þm. Sunnl., Guðmundur Í. Guðmundsson, 3. landsk. þm., Gunnar Jóhannsson, 11. landsk. þm., Ingólfur Jónsson, 1. þm. Sunnl., Karl Kristjánsson, 1. þm. Norðurl. e., Magnús Jónsson, 6. þm. Norðurl. e., Ólafur Jóhannesson, 3. þm. Norðurl. v., Pétur Sigurðsson, 12. þm. Reykv., Sígurður Ágústsson, 2. þm. Vesturl., og Skúli Guðmundsson, 1. þm. Norðurl. v.

Þetta eru samtals 19 kjörbréf, og lágu þau öll fyrir: 20. kjörbréfið, sem 3. kjördeild hefði átt að fjalla um, þ.e. kjörbréf Benedikts Gröndals, 5. þm. Vesturl., lá ekki fyrir, og tók kjördeildin því ekki afstöðu til þess.

Nokkrir ágreiningsseðlar fylgdu endurritun úr gerðabókum yfirkjörstjórna. Kjördeildin tók ekki afstöðu til þeirra, enda taldi hún, að þeir mundu ekki skipta máli eða hafa úrslítaþýðingu um afgreiðslu kjörbréfa. Annars leggur kjördeildin einróma til, að öll þessi 19 kjörbréf verði tekin gild.