20.05.1960
Efri deild: 81. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3154 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

151. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. N. hefur komið saman og rætt till. hæstv. fjmrh. Það komu fram í n. eindregin tilmæli um, að till. væri send stjórn fiskveiðasjóðs til umsagnar, og hefur n. orðið ásátt um það og leggur til, að málinu verði frestað. Ég tel þó nauðsynlegt, að málið verði tekið á dagskrá aftur á mánudag, svo að því verði hraðað, eftir því sem kostur er.