01.02.1960
Sameinað þing: 10. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3643 í B-deild Alþingistíðinda. (1812)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf Helga Bergs verkfræðings sem 1. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, sem óskað er eftir að taki sæti Björns Björnssonar sýslumanns, 4. þm. Sunnl., sem getur ekki sótt þing um skeið vegna forfalla. Eftir að kjörbréfanefnd hefur athugað þau gögn, sem fyrir lágu, leggur hún einróma til, að kosningin sé tekin gild og að kjörbréfið sé samþykkt.