01.04.1960
Neðri deild: 60. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3650 í B-deild Alþingistíðinda. (1841)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

forseti (JóhH):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf, dags. 30. marz 1960:

„Vegna aðkallandi starfa heima í prestakalli mínu er mér nauðsynlegt að fara af þingi nú um sinn, og leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska eftir því, að varamaður minn, Jón Pálmason bóndi á Akri, taki sæti í fjarveru minni.

Virðingarfyllst, Gunnar Gíslason.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“

Samkv. þessu bréfi tekur Jón Pálmason sæti á þingi nú sem varamaður Gunnars Gíslasonar. Kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað.