20.05.1960
Sameinað þing: 52. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3653 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

Varamenn taka þingsæti, rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir Björgvin Jónsson kaupfélagsstjóra á Seyðisfirði, fyrsta varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi. Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert, hvorki við framlagt kjörbréf né við kosningu Björgvins Jónssonar. N. leggur því til, að kosningin sé gild tekin og kjörbréfið samþykkt.