04.12.1959
Efri deild: 10. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3667 í B-deild Alþingistíðinda. (1942)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Karl Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd þdm. þakka hæstv. forseta fyrir hans hlýju orð og árnaðaróskir. Ég vil líka þakka honum persónulega fyrir hans framkomu sem forseta í d., þó að ég hins vegar geti ekki neitað því, að mér hefur fundizt hann í stjórn sinni mundu vera í þjónustu afla, sem hafa sagt fyrir um meðferð mála á þann hátt, sem ég fyrir mitt leyti get ekki þakkað eða fellt mig við.

Ég vil árna hæstv. forseta af heilum hug og hans fjölskyldu allra heilla, gleðilegra jóla og farsæls árs, og ég vænti þess, að hv. viðstaddir þdm. vilji taka undir þau orð mín með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]