27.11.1959
Neðri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í C-deild Alþingistíðinda. (2257)

5. mál, dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Í tilefni af þessari fsp. hv. flm., hv. 6. þm. Sunnl., skal ég segja, að í þessari, n. eru fulltrúar frá Fiskifélagi Íslands, frá Landssambandi ísl. útvegsmanna, frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og atvinnudeild háskólans og starfandi vélbátaformaður. Þessir aðilar hafa yfirleitt tilnefnt sína menn í n. sjálfir, og þess vegna hefur rn. við tilnefningu þeirra í n. farið eftir tilnefningu viðkomandi samtaka.

Um verkefni n. er það að segja, að það er að rannsaka, hvort eðlilegt væri og rétt, að tekin væri upp þessi veiðiaðferð í landhelgi, sem frv. fer fram á að gerð verði, og fyrir utan þá rannsókn, að n. skili till. um það, hvernig þessari veiði skuli hagað.

Ég þori ekki að segja og hef ekki í höndunum upplýsingar um það hér, hvenær n. muni ljúka störfum, en ég skal gjarnan fyrir mitt leyti reyna að ýta eftir því, að það verði sem fyrst.