22.03.1960
Efri deild: 46. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1417 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

88. mál, söluskattur

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað þetta frv. með sérstöku tilliti til þeirra breyt., sem á því hafa verið gerðar í hv. Nd., að því leyti sem aðstaðan hefur leyft á þeim skamma tíma, sem n. hefur til umráða.

Úrslit málsins í n, hafa í stuttu máli orðið þau, að allir nm. voru sammála um það, að þær breyt., sem gerðar voru á frv. í Nd., hefðu verið til bóta, og mæla með þeim út af fyrir sig.

Meiri hl. n., en í honum eru auk mín hv. 9. landsk. (JÞ) og hv. 6. þm. Norðurl. e. (MJ), telur ekki ástæðu til þess að gera frekari breytingar á frv. og mælir með því, að hv. d. samþykki það óbreytt eins og hv. Nd. gekk frá því.

Minni hl. n., þeir hv. 1. þm. Norðurl. e. (KK) og 5. þm. Norðurl. e. (BjörnJ), áskilur sér hins vegar rétt til þess að flytja frekari brtt. við frv., auk þess sem afstaða þeirra til málsins í heild mun óbreytt frá því, sem var, þegar frv. lá fyrir hv. deild.