29.03.1960
Sameinað þing: 31. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 1731 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

42. mál, fjárlög 1960

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Þegar tekið er tillit til þess, að bygging nýs póst- og símahúss í Hafnarfirði hófst síðla s.l. sumar, og þar sem hæstv. samgmrh. hefur í dag tjáð mér eftir póst- og símamálastjóra, að byggingarframkvæmdir hefjist nú innan skamms aftur og verði í sumar eins og ráð var fyrir gert, verður að telja byggingu hússins tryggða. Auk þessa hefur póst- og símamálastjórnin alltaf staðið straum af byggingarframkvæmdum þessara stofnana sjálf, og slíkt hefur verið án sérstakra fjárveitinga á fjárl., og sýnist algerlega ástæðulaust að koma því inn á fjárlög í þessu einstaka tilfelli, sér í lagi þar sem bygging þessa húss verður að teljast tryggð, eins og ég gat um áður. Með skírskotun til þessa segi ég nei.