20.11.1959
Sameinað þing: 1. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (Magnús Jónsson):

Herra forseti. 2. kjördeild hefur haft til athugunar kjörbréf þeirra þingmanna, sem valdir voru í 1. kjördeild, og eru það kjörbréf 19 aðalþingmanna og eins varaþingmanns. Aðalþingmennirnir, sem hér er um að ræða, eru þessir: Alfreð Gíslason, 8. landsk. þm., Björn Fr. Björnsson, 4. þm. Sunnl., Björn Jónsson, 5. þm. Norðurl, e., Björn Pálsson, 5. þm. Norðurl. v., Eggert G. Þorsteinsson, 10. þm. Reykv., Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf., Gylfi Þ. Gíslason, 4. þm. Reykv., Hermann Jónasson, 2. þm. Vestf., Jón Árnason, 4. þm. Vesturl., Jón Skaftason, 4, þm. Reykn., Jónas Pétursson, 3. þm. Austf., Karl Guðjónsson, 6. þm. Sunnl., Kjartan J. Jóhannsson, 3. þm. Vestf., Ólafur Björnsson, 11. þm. Reykv., Ólafur Thors, 1. þm. Reykn., Páll Þorsteinsson, 5. þm. Austf., Sígurður Ingímundarson, 1. landsk. þm., Sigurvin Einarsson, 4. þm. Vestf., og Þórarinn Þórarinsson, 7. þm. Reykv.

Kjörbréf allra þessara þingmanna lágu fyrir, og hefur kjördeildin ekkert við þau að athuga og leggur til, að þau öll verði tekin gild.

Þá fékk kjördeildin enn fremur til meðferðar kjörbréf Davíðs Ólafssonar, sem er 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavík., og eins og getið var um í dag, tekur hann hér sæti Jóhanns Hafsteins, 5. þm. Reykv. Kjörbréf hans var einnig athugað, og leggur kjördeildin til, að það verði tekið gilt. Hins vegar hefur kjördeildin ekki fengið til meðferðar kjörbréf Jóhanns Hafsteins, og mun það að sjálfsögðu verða athugað á sínum tíma.

Þá varð jafnframt samkomulag í kjördeildinni að leggja til, að afgreiðslu þeirra vafakjörseðla, sem voru nokkrir, er kjördeildin fékk til athugunar, yrði frestað, þannig að þeim yrði vísað til athugunar í kjörbréfanefnd, því að þeir munu ekki hafa áhrif á kjör neinna aðalþingmanna. Það er því till. 2. kjördeildar, að umrædd kjörbréf verði tekin gild.