23.03.1961
Efri deild: 80. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (1043)

207. mál, lögreglumenn

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað þetta frv. til laga um breyt. á l. um lögreglumenn, sem hér er til umr. Hefur n, einróma mælt með því, að þetta frv. verði samþ. Hér er ekki um nýtt löggjafaratriði að ræða, eins og segir í aths. við frv. Sams konar ákvæði eru í hinum ýmsu lögum um kaupstaðina, sem nú er verið að fella úr gildi, vegna þess að sett hafa verið ný sveitarstjórnarlög.

Þetta ákvæði, sem hér um ræðir, á ekki á eðlilegan hátt heima í sveitarstjórnarlögum, en á hins vegar bezt heima í l. um lögreglumenn, og því þykir rétt að leggja til, að umrædd breyt. á lögunum um lögreglumenn verði lögfest. Það er sem sagt raunverulega hér eingöngu verið að flytja þetta lagaákvæði, sem menn eru sammála um að haldi gildi, á milli lagabálka.