01.03.1961
Neðri deild: 71. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (1140)

202. mál, raforkulög

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Með frv. þessu er lagt til að hækka ábyrgðarheimild úr 200 millj. í 350 millj., þannig að fjmrh, sé heimilt að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs greiðslu lánanna allt að 350 millj.

Með lögum nr. 5 1956 var fjmrh. heimilað að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs greiðslu lána allt að 200 millj. kr. vegna 10 ára raforkuáætlunarinnar, en eins og kunnugt er, hafa orðið miklar verðbreytingar síðan, og nægir þessi upphæð ekki til þess að ljúka 10 ára áætluninni, enda er þessi heimild að mestu notuð. Þykir því nauðsynlegt að hækka heimildina upp í 350 millj., og er þá ætlað, að það nægi til ársloka 1963, eða sem næst að ljúka tíu ára áætluninni.

Ég legg til, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.