24.03.1961
Efri deild: 82. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (1153)

202. mál, raforkulög

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg. fyrir þessu frv., er efni þess það, að fjmrh. er heimilað að ábyrgjast f.h. ríkissjóðs greiðslur lána allt að 350 millj. kr. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi heimild aðeins bundin við 200 millj. kr. Hækkunin, sem hér er um að ræða, er vegna breytinga, sem orðið hafa á verðgildi peninga og kostnaði við raforkuframkvæmdir.

Fjhn, hefur haft frv. þetta til athugunar, og eins og álit n, á þskj. 632 ber með sér, er hún sammála um að mæla með því, að frv. verði samþykkt óbreytt.