24.03.1961
Efri deild: 82. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1381 í B-deild Alþingistíðinda. (1475)

126. mál, matreiðslumenn

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um í mínum framsöguorðum áðan, þá má að sjálfsögðu nokkuð deila um það ákvæði frv., sem fjallar um tonnafjölda þeirra skipa, sem undir lögin heyra. Ég skal ekki fremur nú en áðan eyða tíma deildarinnar í að rökræða um þessi mál, enda má sjálfsagt endalaust um þau deila. En mér finnst brtt. þessi þann veg vaxin, að nauðsynlegt sé, að iðnn. gefist kostur á að ræða hana í sínum hóp, áður en hún tekur afstöðu til hennar.

Ég hefði því viljað mælast til þess við hv. flm. till., að hann drægi brtt. sína til baka nú við þessa umr., en gegn loforði mínu um það, að n. skuli taka afstöðu til till., áður en málið verður tekið á dagskrá fyrir 3. umr.