27.03.1961
Neðri deild: 85. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1422 í B-deild Alþingistíðinda. (1534)

173. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan, hefur málið ekki verið rætt í heilbr.- og félmn., eftir að þessi breyting var gerð. Skoðun heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. var sú, að þar sem búið væri að kjósa til fjögurra ára, þá héldist það út kjörtímabilið. Það á að kjósa 1962. svo að það er ekki nema eitt ár eftir. En sjálfsagt er það á valdi hreppsnefndanna eða sveitarstjórnanna, eftir að búið er að samþykkja þessi lög, hvort þær láta fara fram kosningu þeirra manna, og þar sem óbreyttur væri meiri hl., er gert ráð fyrir að sjálfsögðu, að það breyti ekki neinu. Hins vegar geri ég ráð fyrir því, að sveitarstjórnirnar hafi heimild til þess að kjósa á næsta ári, siðasta árinu, ef þessi lög verða samþykkt þannig, að nýju, og þá falli niður að sjálfsögðu umboð þeirra manna. sem höfðu verið kosnir allan tímann. Þetta er mikið til á valdi sveitarstjórnanna sjálfra, hvort þær nota þetta þannig eða breyta þannig um, og sé ég ekki ástæðu til, að það þurfi að breyta málinu þess vegna.