07.11.1960
Sameinað þing: 11. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1740 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SÁ):

Það hafa borizt tvö bréf frá hæstv. forseta Nd., svo hljóðandi:

„Reykjavík, 4. nóv. 1960.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Einari Olgeirssyni, 3. þm. Reykv.:

„Með því að ég er á förum til útlanda og verð fjarverandi um hálfs mánaðar skeið, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður, frú Margrét Sigurðardóttir, taki sæti mitt á Alþingi, meðan ég verð fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Og annað bréf, dags. 7. nóv. 1960:

„Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Magnúsi Jónssyni alþm.:

„Hér með leyfi ég mér að tjá yður, herra forseti, að Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf., mun um hríð verða hindraður frá þingsetu vegna veikinda. Er það því ósk hans, að varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðingur, taki á meðan sætí hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein,

forseti Nd.

Ég vil fela hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréf þessara þm. til meðferðar, og verður hlé á fundinum í 10 mín. á meðan. — [Fundarhlé.]