28.03.1961
Efri deild: 86. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1758 í B-deild Alþingistíðinda. (1728)

Þingsetning

forseti (SÓÓ):

Þetta verður síðasti fundur efri deildar að þessu sinni. Ég vil því nota þetta tækifæri og þakka öllum hv. þdm. fyrir ágæta samvinnu á því þingi, sem nú er að ljúka. Ég vil þakka ykkur fyrir mér veitta aðstoð og hjálp sem forseta. Ekki eiga þessi orð mín sízt við skrifara deildarinnar, því að þeir hafa leyst starf sitt af höndum af skyldurækni og árvekni, svo að segja má, að næstum hafi þeir mætt á hverjum einasta fundi deildarinnar, og er það mikilsvirði. Ég vil einnig færa skrifstofustjóra Alþingis þakkir fyrir ágætt samstarf, sömuleiðis fulltrúum og starfsfólki Alþingis öllu fyrir ágætlega unnin störf.

Nú fer sumar í hönd. Við hverfum nú öll hvert til okkar heima. Ég vil óska öllum utanbæjarmönnum góðrar ferðar heim og ánægjulegrar heimkomu. Ég vil óska ykkur öllum ásamt fjölskyldum ykkar gleðilegrar páskahátíðar, gleðilegs sumars og vona svo, að við megum öll hittast heil, þegar Alþingi hefur störf að nýju á næsta hausti.