17.10.1960
Neðri deild: 5. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í C-deild Alþingistíðinda. (1918)

44. mál, áburðarverksmiðja

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta var flutt á síðasta Alþingi, en fékk þá ekki endanlega afgreiðslu. Ég hef talið eðlilegt, að hv. Alþingi fengi enn á ný tækifæri til þess að taka afstöðu til málsins. Það er kunnugt öllum hv. dm., hvernig þetta frv. er, og ekki ástæða til við þessa 1. umr. málsins að fara að endurtaka það, sem sagt var síðast, þegar málið var flutt. Ég læt nægja að svo komnu að vísa til þess, sem sagt var um málið á s.l. vetri. Ég held, að frv. hafi þá verið í hv. fjhn., og er eðlilegt, að því verði þá einnig nú vísað þangað.

Ég legg til, að frv. verið vísað til 2. umr. og hv. fjhn.