27.03.1961
Sameinað þing: 56. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í D-deild Alþingistíðinda. (2545)

46. mál, verndun geitfjárstofnsins

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Fjvn. hefur rætt þessa till. á nokkrum fundum sínum og er henni efnislega sammála, en leggur þó til, að gerð verði á henni orðalagsbreyting, sem er prentuð á þskj. 605. Breyt. er í því fólgin, að tillgr. orðist svo:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta athuga, á hvern hátt tiltækilegast sé að koma í veg fyrir eyðingu geitfjárstofns landsmanna.“

Með þessari breytingu leggjum við til að tillagan verði samþykkt.