31.01.1961
Neðri deild: 53. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1079 í D-deild Alþingistíðinda. (3026)

151. mál, fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Umr. um það mál sem hér er nú á dagskná, hafa fallið hér nokkuð á víð og dreif, og ýmislegt hefur dregizt inn í þessar umr. Það eru nokkrar fullyrðingar, sem hér hafa komið fram og verið endurteknar, sem eru þess aðallega valdandi, að ég kvaddi mér hljóðs, af því að ég tel, að það sé ástæða til að leiðrétta það, sem þar var sagt.

Það er í fyrsta lagi það, að hv. 3. þm. Austf. (EinS) hefur í umr. um þetta mál nokkrum sinnum minnzt á verðlagsmál eða verð á útfluttum sjávarafurðum og hagað orðum sínum þannig, að a.m.k. allir ókunnugir mundu halda, að hann væri að gefa upplýsingar um, að verð það, sem við fáum fyrir útfluttan fisk til Bandaríkjanna, væri miklu mun hærra en það verð, sem við fáum fyrir útfluttar fiskafurðir t.d. til sósíallstísku landanna. Sumir gætu jafnvel haldið, að hér væri um mikinn verðmun að ræða og þannig hafa þetta verið og að m.a. mætti réttlæta það, sem stjórn SH hefði gert og kannske gert fram yfir það, sem ýtrustu lagareglur segja til um, með því, að hún hefði verið að leita eftir miklu hagstæðari markaði en við höfum haft annars staðar. Ég segi aðeins, að mig undrar það mjög að heyra, að einn at stjórnendum SH skuli hér á hv. Alþ. haga orðum sínum á þessa lund, því að það veit ég þó, að hann veit miklu betur sjálfur, hann veit, hvernig þessum málum er háttað.

Í þessu efni þykir mér rétt að benda aðeins á það, að í þeim samningum, sem fram hafa farið á undanförnum árum um rekstrarafkomu sjávarútvegsins og kjör þau, sem frystihúsin í landinu hafa þurft að búa við, á milli ríkisvaldsins annars vegar og fulltrúa frystihúseigenda hins vegar, hafa þeir auðvitað á hverju ári lagt fram ýtarlegar skýrslur um það, hvað þeir teldu sig fá fyrir útfluttar afurðir, og reynt að sanna það með upplýsingum sínum, hvað þeim væri í rauninni fært að borga hátt fiskverð. Ég á fleiri en eitt skjal í mínum höndum og veit um önnur liggjandi í stjórnarráðinu, þar sem það ár eftir ár var upplýst af stjórnendum SH og öðrum fiskframleiðendum, að þeir fengju miklum mun minna verð út úr þeim fiski, sem fluttur var til Bandaríkjanna, heldur en við fengjum út úr þeim fiski, sem var fluttur til annarra landa, og þó að útreikningarnir sýndu. að hægt væri að halda uppi allmiklu hærra fiskverði samkv. því verðlagi, sem útflutti fiskurinn gaf á aðra markaði, þá varð að lækka það vegna verðjöfnunarinnar við hið bandaríska verð. Hverju sinni lét svo ríkið allfjölmenna nefnd sérfræðinga fara yfir þessa útreikninga og athuga þetta. Þetta sem sagt liggur skrifað fyrir, að svona hefur þessu verið háttað.

Ekki vil ég samt segja, að það sé með öllu rangt, sem hv. 3. þm. Austf, segir, þegar hann segir nú á Alþingi, að meðaltalsverð muni fást á árinu 1961, — og er það nú nokkuð mikið sagt, hvað muni vera meðaltalsverðið, sem fæst fyrir útfluttar vörur á því ári til Bandaríkjanna, svo mjög sem verðið þar hefur sveiflazt fram og til baka, eða það meðaltalsverð, sem árið 1960 muni gefa, þegar uppgjör liggur fyrir, sem liggur ekki heldur fyrir, því að þær afurðir eru fjarri því að vera allar seldar í Bandaríkjunum, eins og hann hefur sjalfur fengið hér upplýsingar um, — þegar hann segir. að meðaltalsverðið muni vera yfir 16 kr. á kg fyrir útfluttar sjávarafurðir þangað, á sama tíma sem meðalverð til Sovétríkjanna sé ekki nema um 12.50 kr. Þetta er ekki með öllu rangt. En þó er þetta sagt á þann hátt, að þetta er látið gefa hér algerlega villandi upplýsingar um það, hvernig þessum málum er varið. Í nokkur ár höfum við fyrst og fremst eða að langsamlega mestu leyti flutt til Sovétríkjanna frosin karfaflök. Yfirgnæfandi hluti magnsins, sem við höfum selt á þann markað, hafa verið frasin karfaflök. Eitt árið var t.d. þannig, að ég hygg, að magnið hafi verið 22–23 þús. tonn af karfa á móti áætluðum 3 þús. tonna af þorski það ár. Við lögðum sérstaklega mikla áherzlu á að koma inn á markaðinn í Rússlandi einmitt karfaflökunum. Vegna hvers? Vegna þess að þar fengum við langhæst verð fyrir karfaflökin, miklu hærra verð en við fengum í Bandaríkjunum, sbr. líka upplýsingar þær, sem SH sjálf gaf varðandi verðlagninguna á þessum árum. Og svo var jafnvel gengið langt í þessum samningum, að þegar var verið að reynt að knýja fram verðhækkun á karfaflökunum til Rússlands, þá var vísvitandi samþykkt að fallast þar á nokkru lægra verð á þorski til þess að koma fram hækkuninni á karfanum, — þegar knúin var fram síðasta verðhækkunin. Hins vegar er það, að við flytjum til Bandaríkjanna allt annan fisk. Við flytjum þangað nokkuð af karfaflökum og hefur verðið verið þar miklum mun lægra. En við flytjum þangað mjög mikið af ýsuflökum og ýmsum öðrum góðfiski, þar sem við höfum haft ágætan markað fyrir það, og við flytjum þangað líka fisk, sem er í miklu dýrari umbúðum og kostar okkur í framleiðslu allt annað en fiskur, sem við flytjum á þann markað, sem þarna var verið að gera samanburð á. Ég efast ekki um, að tiltölulega hagstætt verð, sem hefur verið í Bandaríkjunum á þessu ári, einkum seinni hluta ársins, mun hafa gert það að verkum nú, að við kunnum að fá eitthvað hærra verð þar út úr þorski, sem við flytjum þangað, heldur en út úr þessu litla þorskmagni, sem við áttum samkv. samningi að flytja til Rússlands.

En svona hefur þetta samt sem áður verið á undanförnum árum, að þessu hefur verið alveg á annan veg farið. Hitt er svo aftur dregið undan, að auk þess sem meginhlutinn af því fiskmagni, sem við höfum selt til Rússlands, hefur verið karfi og gefið okkur það besta verð, sem við höfum fengið fyrir þá vöru útflutta, þá höfum við aftur á móti haft okkar langsamlega hagstæðustu markaði fyrir útflutt þorskflök á Tékkóslávakíu og í Austur-Þýzkalandi, sem hæfa gefið okkur miklum mun hærra verð en við höfum nokkurn tíma fengið í Bandaríkjunum. Þarna styðst ég líka beinlínis við útreikninga, sem ég á í mínum höndum frá SH og get lagt fram hvenær sem er, sem þeir nafa lagt fram m.a. í samningum við sjálft ríkisvaldið.

Nei, það er afar varhugavert að slá fram fullyrðingum eins og þessum, og þær eru auðvitað ekki í neinu samræmi við það, sem rétt er að gera varðandi sölu og útflutning á sjávarafurðum. Það er engin ástæða til þess að draga neina dul á það, að að því leyti sem við höfum flutt út fiskafurðir okkar til sósíalistísku landanna, þá höfum við fengið þar mjög hagstætt útflutningsverð miðað við aðstæður á hverjum tíma. Yfirleitt hafa þeir markaðir gefið okkur hæst verð. Hins vegar er það líka alveg rétt, að markaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið okkur mjög dýrmætur og þýðingarmikill. Þar höfum við fengið beinlínis bezta verðið fyrir vissar tegundir, sem við höfum þangað flutt, og því hefur ekki verið nema sjálfsagt að reyna að kappkosta að halda í þann m:arkað, eins og tök hafa verið á. En það verður enginn að bættari að ætla sér að stilla þessu hverju gegn öðru, og það ættu þeir sízt að gera, sem hafa jafnmikla ábyrgð í þessum efnum og stjórnendur í SH.

Þegar svo í framhaldi af þessu er sagt, að íslenzkir framleiðendur hafa búíð við miklu meira öryggi á vissum mörkuðum á Vesturlöndum en á mörkuðum þeim, sem við höfum hafa víða í Austur-Evrópu, þá undrar mig líka að heyra mann segja það hér á Alþingi, sem er í stjórn SH, og sýnir það greinilega, hversu langt pólitískir fordómar geta leitt mann, að halda slíku fram sem þessu. Þessi hv. þm. hlýtur að vita, að við höfum haft nú um nokkurt skeið stóra fyrirframsamninga við Þessi sósíalistísku lönd. Við höfum selt þeim mikið magn af frosnum fiski með þriggja ára samningi, þar sem tiltekið magn hefur verið. Og við áttum kost á að selja til þessara landa tiltekið mikið magn og gera samninga 3 ár fram í tímann. Slíkt vitanlega skapaði hér gífurlega mikið öryggi, og mér er kunnugt um það, að ýmsir forustumenn þessarar framleiðslugreinar á Íslandi telja, að með öllu hefði verið útilokað, eins og aðstæður hafa verið á Íslandi, að leggja út í slíka fraanleiðslu, eins og við höfum gert í þessum efnum, ef við hefðum ekki haft svona samning á borðinu. Og hvernig varð líka. þegar við höfðuan ekki þessa samninga? Ég dreg ekki í efa, að þessi hv. þm. man eftir ástandinu, sem hér var ríkjandi t.d. árin 1951 og 1952 í sambandi við hraðfrystingu á fiski. Ég býst við því að hann hafa fengið skeyti frá SH eins og aðrir framleiðendur, þar sem þeim var tilkynnt, að hverju húsi á landinu væri bannað að framleiða nema 3/4 hluta af því þorskmagni, sem þau hefðu framleitt til frystingar árið á undan, vegna söluerfiðleika.

Þannig varð að setja sérstakar hömlur á framleiðslu frystihúsanna, vegna þess að markað skorti, af því að þá voru ekki þessir stóru samningar fyrir hendi. Þetta var vitanlega mjög alvarlegt ástand, og þá datt framleiðsla frystihúsanna mikið niður. Við vitum, hvernig Bretar kipptu snögglega að sér höndinni þegar þeir rákust nokkuð á okkur hér í öðrum greinum. Við seldum áður til þeirra mjög mikið magn af frosnum fiski, en þeir kipptu að sér hendinni. Og við höfum svo sem séð sveiflurnar á bandaríska markaðinum líka. Þær hafa ekki verið neitt smáar, sveiflurnar þar. En þrátt fyrir það, þó að þar hafa verið sveiflur og þó að sveiflur séu á ýmsum mörkuðum Vesturlanda, þá hefur mér aldrei komið til hugar, að við ættum ekki að reyna að nýta þá markaði til hins ýtrasta og vaka yfir öllum möguleikum þar og selja þeim alveg fordómalaust. Þegar ég var í ríkisstj., gaf ég beinlínis fyrirmæli um það í þessum efnum, að þeir aðilar, sem með þessi mál hafa að gera, reyni að notfæra sér markaðinn í Bandaríkjunum til hins ýtrasta. En aðkoman hins vegar var þannig þegar ég kom í ríkisstj. seinni part sumars 1956, að þá urðum við að hlaupa á náðir Sovétríkjanna og biðja þau um að taka af okkur umfram samninga, sem þá lágu fyrir, 8 pús. tonn af frosnum fiski, sem við gátum ekki komið út og bágu þá hér óseld að hausti til 1956 og þau tóku þá af okkur umfram gerða samninga. Og það er ekki í fyrsta skiptið, sem leitað hefur verið til þessa stóra kaupanda okkar á þennan hátt, þegar aðrir markaðir hafa ekki dugað okkur, enda er ég fullviss um það, að hv. 3. þm. Austf., sem hér talaði og er stjórnarmaður í SH, kann vel í sínum samtökum að meta gildi þessara viðskipta, sem þarna er um að ræða, og kemur auðvitað ekki til hugar, nema þá í einhverjum pólitískum fullyrðingum hér á Alþingi, að hér sé ekki um mjög þýðingarmikinn markað að ræða og þýðingarmikil viðskipti.

Þetta vildi ég láta koma hér fram í sambandi við orð, sem hér hafa fallið um verðlagsmál á útfluttum frosnum fiski, af því að ég tel að þær upplýsingar, sem hér hafa verið gefnar áður um þetta, hafa verið mjög villandi og í sumum tilfeilum rangar. Og eins viðvíkjandi því öryggi, sem er í þessum mörkuðum, þá álít ég líka, að hér hafa fallið vægast sagt mjög hæpnar fullyrðingar. Hitt er vitanlega ekki aðalatriðið í þeim umr., sem hér hafa farið fram, að fara í einhvern meting um markaði í þessum efnum. Það er ekki kjarni þess máls, sem hér ræðir um. Alveg eins er það, að það er vitanlega líka mjög villandi í þessum efnum, þegar hv. 3. þm. Austf. (EinS) gerir hér samjöfnuð á því, að Sölumiðstöðin og aðrir útflytjendur á frosnum fiski hafa fest allmikið fé í Bandaríkjunum og víðar erlendis í vörubirgðum þar eða óseldum fiski, og svo skuldum. sem séu nú hjá ýmsum sósialistísku ríkjunum. eins og Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi, við íslenzka ríkið. Það er alveg furðulegt að ætla að jafna þessu saman. Hv. þm. hlýtur að vita, að viðskipti okkar við þessi lönd, eins og t.d. Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkaland, eru búin að standa í mörg ár. Þau hafa næstum allan tímann staðið þannig, að þessi lönd hafa átt hjá okkur tugi milljóna og jafnvel hundruð milljóna króna. Reikningurinn hefur allajafna staðið þannig, og þannig hefur þetta langaftast verið við þessi vöruskiptalönd. Það er fyrst nú á þessu ári, að þetta hefur snúizt við, og fá eingöngu af því, að íslenzk stjórnærvöld hafa kosið að hafa þetta svona. Við vitum, að okkar samningur við þessa aðila hefur verið byggður á þeim grundveili, að þeir keyptu af okkur á tilteknu verði ákveðið magn af fiski, en í staðinn ættum við að kaupa frá þeim tiltekna vöruflokka og oft á tíðum líka á tilteknu verði, en stundum vitanlega eitthvað breytilegu verði eða heimsmarkaðsverði. Á þessum grundvelli höfum við samið við þessa aðila. Fram til þessa árs, eins og ég segi, hefur .að verið þannig, að við höfum flutt inn vörur frá þessum löndum miklum mun hraðar en þau hafa aftur tekið fiskinn frá okkur. Við höfum verið í skuld lengst af við þau. Nú hins vegar hefur þessu verið hagað þannig, að þessir aðilar, einkum þó annar af þessum tveimur, sem nefndir voru. Austur-Þýzkaland. þeir hata tekið fiskinn af okkur sem við höfum mjög gjarnan viljað selja þeim á hinu háa verði og útflytjendur hafa allajafna lagt mikla áherzlu á að koma þangað út, þeir hafa tekið fiskinn, en íslenzk stjórnarvöld hafa meira eða minna staðið í vegi fyrir því, að Íslendingar keyptu þær vörur, sem þeir áttu að kaupa í staðinn, og þannig hefur samkv. rétt gerðum samningum myndazt innistæða Íslendinga á tímabili. En hér er um samninga á milli ríkisstjórna sumpart að ræða og á milli þjóðbanka og allar upphæðir 100% öruggar eða tryggar, sem sagt farið eftir samningum í einu og öllu. Hitt atriðið, sem hér hefur dregizt inn í þessar umr. og átti að vera eitthvað sambærilegt hjá þessum hv. þm., er vitanlega gersamlega annars eðlis. Í því tilfelli flytja Íslendingar út svo og svo mikið af sínum afurðum, stofna til verksmiðjurekstrar í öðru landi, vinna þar úr vörunni, dreifa henni síðan soðinni og steiktri út í smásöluverzlanir, t.d. út um öli Bandaríkin, og þannig eru þarna á ferðinni þessi miklu verðmæti okkar, án þess að við höfum fengið greiðslu fyrir þessi verðmæti eða greiðslutryggingu, hana höfum við ekki fengið. Hér er því vitanlega alveg ólíku saman að jafna, og er vitanlega rangt að stilla málunum upp á þann hátt, sem hér hefur verið gert.

Annars vildi ég segja um þær umr., sem hér hafa farið fram um SH og hennar verkefni, að mér sýnist, að það sé í rauninni viðurkennt af öllum, sem þátt hafa tekið í þessum umr., að SH sem samtök mjög margra frystihúsa í landinu séu eðlileg samtök, eðlilega tilkomin og hafa góðan tilgang, og það sé yfirleitt erfitt að hugsa sér það að hafa ekki einhver slík samtök til þess að standa að því að koma framleiðslu frystihúsanna í eðlilegt verð á erlendum mörkuðum. Þetta hefur komið fram í umr. hjá öllum. Deilurnar hér í þessum efnum hafa því ekki snúizt um SH sem félagssamtök, héldur er það, að hér hefur verið uppi nokkur ágreiningur manna á milli um tiltekna rekstrarstarfsemi SH, og það er engin launung á því og hefur ekki heldur farið lágt, að fjöldamargir aðilar innan SH og í beinum tengslum við hana hafa ekki verið alls kostar, svo að maður taki vægt til orða, ánægðir með þennan rekstur eða þetta fyrirkomulag og heimtað á því talsvert miklar breytingar í ýmsum efnum. Ég held fyrir mitt leyti, að tilgangurinn í þessum efnum hafa verið góður, það hafa verið ætlunin að reyna að gera hið bezta og sitthvað hafi unnizt sæmdlega í þessum efnum. En það verð ég þó að segja, að mig undrar það nokkuð. þegar ég heyri þær upplýsingar, sem hér hafa verið gefnar, hversu langt hefur verið farið inn á mjög umdeilanlega braut, og ég verð að segja það, að ég get ekki trúað því, að það yrði liðið til lengdar í efnahagsmálum okkar Íslendinga, að þannig yrði farið í mörgum öðrum greinum, ef menn gerðu það algerlega af frjálsum vilja. Það er auðvitað enginn vafi á því, að svo er komið, eins og hér er upplýst, að það er búið að flytja vestur til Bandaríkjanna mjög mikið af frosnum fiski, sem er veðsettur bönkunum í landinu, hann er fluttur þangað óseldur og búið er að sjóða og steikja mikið af þessum fiski og dreifa honum út í smásölubúðir og svo er komið, að útistandandi eru þarna verðmæti upp á milli 60 og 70 millj. kr., eims og hér hefur verið upplýst og maður getur vitanlega ekki haldið því fram, að fullnægjandi trygging sé fyrir því, að þessi verðmæti skili sér heim aftur. Það hefur gefizt vel, en þó aldrei betur en svo, að þessi miklu verðmæti hafa þó staðið úti og standa úti, og þau hafa aldrei kamið heim öll það hefur aldrei orðið hreint borð. Ég held, að því verði varla neitað, að það sé erfitt fyrir litla þjóð að safna til þess í mörgum greinum, að þeir, sem hafa útflutning með höndum, leggi í það að flytja út kannske mikinn hluta af ársframleiðslu þjóðarinnar til almennrar sölumeðferðar í smásölu í öðrum löndum, hafandi auðvitað sáralitla fullnaðartryggingu fyrir því, hvort verðmætin skila sér örugglega heim eða ekki. Það er auðvitað heldur engin launung á því, að bankar landsins hafa gefið þessu auga og hafa af því allmiklar áhyggjur, hvort það fái raunverulega staðizt að haga þessu svona. Mér er vel kunnugt um það, að aðilar, sem nokkuð stendur svipað á um og okkur í þessum tilfellum, hafa haft annan hátt á. Þeir hafa látið hin erlendu fyrirtæki, sem þeir hafa stofnað til, kaupa hina útfluttu hrávöru og annast verksmiðjureksturinn í útflutningslandinu, og vitanlega hefur þessi rekstur, sem þar hefur farið fram, síðan átt að skila heim til heimalandsins þeim hugsanlega hagnaði, sem út úr öllu hefur komið, en ekki haft beinlínis í sínum rekstri jafnvel 100 millj. af sjálfri þjóðarframleiðslunni hjá útflutningslandinu, eins og er hér hjá okkur.

Það þýðir ekki heldur að draga neina dul á það, að frystihúseigendur á Íslandi, sem þannig verða að liggja í langan tíma með miklar skuldir í bönkum og háar vaxtagreiðslur, vegna þess að afurðir þeirra eru einhvers staðar til sölumeðferðar í marga mánuði í öðru landi og eru þar vaxtalausar, því að þeim eru ekki greiddir neinir vextir, nema að því leyti sem slíkt kann að skila sér í hagstæðu verði sem kann að koma heim, — að þessir frystihúseigendur hafa verið áánægðir með þetta og það hefur verið uppi hörð krítík innan Sölumiðstöðvarinnar út af þessu fyrirkomulagi og menn hafa óskað eftir því að þurfa ekki að láta afurðir sínar á þennan hátt í rekstrarkostnað fyrirtækja í öðrum löndum mánuðum saman. En sem sagt, þær aths., sem menn gera um þetta, þurfa ekki að þýða, að menn séu á móti því að reyna að nýta þennan markað til hins ýtrasta og reyna að fá út úr hinni útfluttu vöru eitt það verðmæti, sem þar er hægt að fá. Ég fyrir mitt leyti er því ekki andvígur, að reynt sé á þennan hátt að koma út eins miklu af frosnum fiski í Bandaríkjunum og tök eru á og fá út úr honum allt það verð, sem hægt er að fá út. En ég hald, að það sé enginn vafl á því, að það eigi að gera verulegar breytingar á formi þessa rekstrar og öllu skipulagi Ég held, að það sé enginn vafi á því, að þetta fær ekki staðizt. Og þó að hv. 3. þm. Austf. þætti það. sem kom fram í þessum umræðum, eiginlega fjarstæðukennt, að minnast á það, að líklega yrði ekki vel séð, ef aðrir útflytjendur, t.d. eins og skreiðarframleiðendur og saltfiskframleiðendur, tækju upp nákvæmlega sama skipulag, þá er ég alveg viss um það fyrir mitt leyti, að bæði ríkisstj. landsins og bankar landsins mundu taka í taumana, ef þetta væri gert á mjög breiðum grundvelli. Ég er alveg viss um það, að bankar landsins mundu segja, — ég held líka, að enginn vafi sé á að þannig séu málin, þeir mundu segja, að þeir hefðu enga heimild til þess að leyfa skreiðarframleiðendum á Íslandi að taka verðanæti upp á 200–300 millj. kr., flytja slíkt. sem er veðsett af bönkunum, þar sem peningar bankanna eru liggjandi í afurðunum, — flytja slíkt suður til Nígeríu og láta það liggja þar í skemmum, á meðan er verið að reyna að peðra þessu þar út um allt og reyna að selja þetta, auðvitað fyrir eins hátt innanlandsverð og hægt er að fá út úr vörunni. Ég er hræddur um, að mönnum þætti þetta allmikið áhættufyrirtæki, og ég er anzi hræddur um það, að ef saltfiskurinn bættist þarna í hópinn líka, búið væri að flytja allar saltfiskbirgðir okkar suður til Brasilíu, suður til Spánar eða annarra landa og þar ætti að fara að tilreiða þetta og kokka þetta ofan í viðkomandi þjóðir og selja þetta í smásölu og gera þetta síðan allt upp löngu seinna, þá þætti ýmsum forráðamönnum þjóðarinnar nóg komið með það að taka framleiðslu landsmanna og setja hana í áhættuveltu erlendis. Ég held því, að það þurfa að athuga vel, hvað hér er að gerast, þannig að öllum formum sé hér fylgt og að menn fari ekki út í allt of mikla áhættu.

Ég heyrði, að hv. 3. þm. Austf. sagði að Rússum og Tékkum hefði verið boðið upp á þetta sama og þeir hefðu ekki þegið þetta enn þá. Þetta kann vel að vera. það getur vel verið, að ef Rússar féllust á það um þessi 30 þús. tonn eða helminginn af öllum hraðfrysta fiskinum, sem við flytjum út, upp á milli 3 og 4 hundruð millj. kr., að við færum að setja upp stór eldhús þar austur frá og kokka þetta í þá og selja þetta þar um allar trissur, — það getur vel verið, að það væri hugsanlegt, að dæmið gerðist þannig upp, að við fengjum eitthvað meira út úr hverju kg en við fáum nú. Það er kannske líka sanngjarnt að fá eitthvað fyrir alla áhættuna. En má ég nú spyrja? Væri t.d. hv. 3. þm. Austf. ekkert hræddur við það, af því að mér virðist hann stundum í ræðu sinni vera svolítið hræddur við Rússa og þá þarna fyrir austan, — væri hann ekkert hræddur við það að eiga þetta allt saman ótryggt þarna í höndunum á þeim fyrir austan? Gæti hann ekki búizt við því, að einhver fjandinn gerðist þar og það væri ekki alveg víst að öll verðmætin kæmu heim aftur og það yrði þá dálítið mikið höfuðhögg fyrir íslenzka þjóðarbúskapinn, ef svo færi? Ég er alveg viss um, að hann yrði hræddur um þetta fyrir austan, eða þannig met ég það. En ég nefndi aðeins þetta dæmi til þess að leiða svolítið athyglina að því, að hér er auðvitað um stórfelldan áhætturekstur að ræða, að flytja út þúsundir tonna fyrir marga tugi millj. kr., eiga það erlendis og það í verksmiðjurekstri þar, — það er mikil áhætta í því fyrir þjóðarbúið, hvort þetta raunverulega skilar sér allt heim eða ekki, fyrir nú utan það, að ég er á þeirri skoðun, jafnt viðvíkjandi SH og öðrum svona fyrirtækjum, að ég álít, að það nái engri átt að innleiða það fyrirkomulag hér á Íslandi, að nokkurt fyrirtæki í landinu geti farið með framleiðsluvörur þjóðarinnar til annarra landa óseldar, og auðvitað ótryggðar þannig, hafa þar stórkostlegan rekstur með mörgum fyrirtækjum og jafnvel sölubúðum, án þess að íslenzka ríkið hafa þá mjög málið eftirlit með þessari starfsemi og gæti að því, að hér sé hvergi neinu undan skotið og að þjóðin fái sitt.

Ég verð einnig að segja það í sambandi við þær upplýsingar, sem hér hafa kamið fram: Við vitum, að það hefur tíðkazt um alllangan tíma hér á landi, að það hafa verið lánuð svonefnd endurkaupalán eða sérstök seðlabankalán út á framleiddar útflutningsvörur. Þar hefur verið um allmiklu vaxtalægri lán að ræða en almenn lán eru þessi svonefndu afurðalán, — vextirnir hafa verið miklu lægri. En hvað er það sem raunverulega er að gerast samkvæmt þessum upplýsingum? Það er það, að svo er komið, að afurðalánum, hlunnindalánum með lágum vöxtum, sem veitt eru, þeim er haldið, varan er tekin, flutt suður til London, og þar er hafinn sölubúðarekstur. M.ö.o.: menn fá seðlabankalán, afurðakaupalán með lágum vöxtum til þess að reka búð í London. Svona er það. Það getur auðvitað enginn fengið þessi afurðalán til þess að reka verzlun á Íslandi, en svona er fyrirkomulagið. Ég er sannfærður um, að þetta fær ekki staðizt. En ég undirstrika það enn: ég er ekki á móti því, að við reynum að notfæra okkur allar leiðir til þess að fá eins mikið út úr okkar afurðum, sem seldar eru í London og í Bandaríkjunum eins og tök eru á. En það verður bæði að gera þetta á þann hátt, að tryggilega sé um hnútana búið og að það sé farið fullkomlega að lögum í þessu öllu saman, því að annars hafa m.a. gagnleg og nauðsynleg sölusamtök íslenzkra fiskframleiðenda tjón og skakkaföll af öllu saman.

Ég verð svo einnig að segja það í sambandi við þessar umræður, sem ég ætlaði mér annars ekki að blanda mér mikið inn í, að það kom mér nokkuð á óvart að heyra það upplýst hér á Alþingi, að SH sem er sölustofnun frystihúsanna í landinu og á í rauninni sjálf ekkert, hefur til sölumeðferðar framleiðslu frystihúsa, á að koma henni í verð fyrir eins mikið fé og mögulegt er og skila því til frystihúsanna eins fljótt og hægt er, — að heyra það, að SH hefur lánað tilteknum aðilum, eins og Tryggingamiðstöðinni, nokkrar millj, kr. Hvaða fé getur SH verið að lána, hvaða peninga? Hún á enga peninga sem slík. Hún er hér vitanlega að lána þá peninga, sem frystihúsin í landinu eiga, afurðir þeirra, sem eru meira og minna veðsettar bönkunum, — hún er að lána þetta stofnun, sem út af fyrir sig þurfti ekki á neinum lánum að halda, en þessi stofnun tekur við láninu, fyrir fram ákveðin í því, að hún ætlar að framlána það öðrum mönnum, og svo koma jöfnum höndum stjórnendur SH sem aðrir og taka þessa peninga að láni til þess að kaupa sér fyrir báta og togara. Ég segi það fyrir mitt leyti, að ég tel, að þessar upplýsingar komi svo þvert á mig, að mér hafði ekki komið þetta til hugar, og ég undrast það að heyra þessar upplýsingar, og ég neita því, að hér sé á nokkurn hátt farið að réttum lögum og leikreglum. Ég er formaður — og hef lengi verið það — í einu stóru frystihúsi. Ég hef aldrei heyrt fyrr, að þetta væri svona til komið. Okkur var að vísu vel kunnugt um það, að þetta tryggingafyrirtæki er að lána út og lofa lánum til fiskiskipakaupa. Það gera önnur vátryggingarfélög líka. En að peningarnir væru svona til komnir, það hafði ég ekki hugmynd um, og ég tel, að það sé mjög ámælisvert að haga þessu á þennan hátt og það hreinlega skaði þessi samtök í almenningsálitinu á Íslandi.

Ég fyrir mitt leyti álít, að SH eigi ekki á neinn hátt að skarast undan, að sú athugun fari fram, sem er lagt til með þeirri till, sem hér er til umræðu. Og ég vil vona það fyrir mitt leyti, að þeir aðilar úr stjórn SH, sem hér eiga sæti á Alþ., styðji fremur þessa till en hitt. Ég held, að það sé orðið nauðsynjamál eins og þessum málum er orðið háttað, einmitt vegna þessara heildarsamtaka, að fá það hreint á borðið hvernig þessi mál öll liggja fyrir. Mér er það ljóst, að það hefur verið haldið uppi allmiklum áróðri um þessi samtök, og ég er ekki í nokkrum vafa um það að í sumum tilfellum er þessi áróður óréttmætur. En hitt kann að vera, að það sé allmikið um það að ræða, að það sé misbrestur á um framkvæmd á ýmsum atriðum í rekstri þessara samtaka, og þá held ég, að það sé líka bezt fyrir samtökin sjálf að fá þetta uppgert og hreint. Hlutlaus rannsókn, sem Alþingi stendur fyrir, á ekki að geta arðið samtökunum á neinn hátt til tjóns. En hitt verður þeim til tjóns, ekki sízt eftir þær upplýsingar, sem hér hafa komið fram á Alþingi, að ætla að streitast gegn því, að opinber og hlutlaus athugun fari fram á þessu. Það verður þeim til tjóns, það er áreiðanlegt.

Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta mál hér að sinni. Ég vildi fyrst og fremst með orðum mínum leggja áherzlu á það, að ég vil vara við því í umr. hér um þetta og önnur skyld mál að draga afurðasölumálin á þann hátt inn í umr., sem hér hefur verið gert, þar sem hefur verið settur á þau allpólitískur blær og gefnar þær upplýsingar varðandi sölu á okkar afurðum, sem ég tel rangar og geti reynzt okkur beinlínis hættulegar í áframhaldandi samningum um þau mál.