16.03.1961
Efri deild: 78. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (947)

183. mál, Útvegsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Þetta frv. felur í sér þá einu efnisbreytingu, sem máli skiptir, frá núgildandi lögum um Útvegsbanka Íslands, að breytt er fyrirkomulagi varðandi kosningu bankaráðs. Er sú breyting í samræmi við aðrar breytingar, sem gerðar hafa verið um kosningu bankaráða ríkisbankanna.

Afgreiðsla málsins í fjhn. hefur verið á þann veg, að við fjórir, sem stöndum að nál. á þskj. 523, mælum með því, að það verði samþykkt óbreytt, en hv. 1. þm. Norðurl. e. hefur skilað séráliti og treystist eigi til að mæla með frv. Er sú afstaða n. í heild og einstakra nefndarmanna í fullu samræmi við afstöðuna til þeirra annarra bankafrv., sem hér hafa verið rædd, og sé ég því eigi ástæðu til að fjölyrða meira um þetta mál.