06.04.1962
Neðri deild: 85. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1238)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Frsm. minni hl. (Gunnar Jóhannsson):

Herra forseti. Ég hef nú mjög litlu að svara hæstv. dómsmrh. Ég vil bara benda á það, að umsögn Lögmannafélagsins stendur alveg í fullu gildi.

Ég er honum algerlega ósammála, að þær breyt., sem gerðar voru á frv. um hæstarétt, geri það að verkum varðandi frv. um meðferð einkamála í héraði, að ekki sé þörf á því að afgr. það jafnhliða. Þetta er mesti misskilningur. Þær breyt. sem gerðar voru á frv. í Ed., útiloka á engan hátt og draga ekki úr því, að það frv. hefði átt að afgreiðast jafnhliða frv. um breyt. á hæstarétti. Ég vil enn á ný aðeins lesa hér part af þeirri umsögn, sem birt er með mínu nál., umsögn Lögmannafélags Íslands um frv., sem ég tel að sé alveg jafnt í fullu gildi, eða a.m.k. að mestu leyti, jafnt nú, eftir að frv. hefur Þó hlotið Þær breyt., er á því hafa verið gerðar í Ed., en þar segir í aths. við frv., að 32. gr. sé höfuðnýmæli þess. Þar segir, að það vilji við brenna, að enn skorti á öflun gagna, þegar mál eru tekin til munnlegs flutnings. Sé þá ýmist, að máli sé frestað. án þess að málflutningur sé hafinn, því sé frestað, áður en málflutningi lýkur eða að honum loknum, eða þá að frests er synjað og mál dæmt án frekari gagna. Síðan segir, að af þessu leiði röskun á störfum hæstaréttar og réttarspjöll aðila. Fyrir hefur að vísu komið, að málatilbúnaði í hæstarétti hefur verið ábótavant. Slíkt mun Þó fátítt. mál munu yfirleitt vera flutt í héraði og dómar héraðsdómara skipulega samdir og alveg fullnægjandi grundvöllur undir málflutning og dóm í æðsta dómi. Ef fyrir kemur, að enn skorti á öflun gagna, Þegar málið er tekið til munnlegs flutnings, Þá er ekki nema sjáifsagt, að úr því beri að bæta. Er það jafnframt skylda dómstólsins sem málflytjenda að fresta máli í því skyni, hversu langt sem flutningi Þess er komið eða á hvaða stigi sem málið er. Hitt hæfir eigi, að hæstiréttur láti hlýða, að aðilum verði réttarspjöll, enda er reynslan allt önnur, því að Þá er kveðinn upp í hæstarétti úrskurður um öflun frekari gagna, eins og skylt er samkvæmt lögjöfnun frá 120. gr. l. um meðferð einkamála í héraði, nr. 85/1936, og fastri dómvenju.

Ég tel, að Þessi umsögn standi eftir sem áður og Það eitt út af fyrir sig, að ekki var fallizt á að fella alveg niður 32. gr., sem nú er 44. gr., geri Það að verkum, að ég tel, að frv. eigi að vísa til hæstv. ríkisstj. aftur.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að karpa um Þetta, Þótt hins vegar full Þörf væri á eða ástæða til að taka fleiri atriði til athugunar. Ég mun láta Þetta nægja.