06.04.1962
Neðri deild: 85. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1239)

77. mál, Hæstiréttur Íslands

Frsm. meiri hl. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Út af Því, sem hv. 4. Þm. Austf. (LJós) og hv. 11. landsk. (GJóh) hafa verið að tala hér um í sambandi við það, að ég hafi ekki reifað málið nægilega, Þegar ég mælti fyrir nál. meiri hl. allshn., vil ég taka af allan vafa um Það, hvenær bréf Það barst frá Lögmannafélagi Íslands, sem Þeir hafa gert sér tíðrætt um. Bréfið barst á meðan málið var fyrir allshn. Ed., og Þær brtt., sem sú n. lagði til að gerðar yrðu á frv., eru að miklu leyti byggðar á óskum Lögmannafélags Íslands og einnig, eins og hæstv. dómsmrh. tók fram, eru Þær byggðar á Því, að ekki væru líkindi til Þess, að frv. um meðferð einkamála í héraði næði fram að ganga.

Annars vill svo til, að ég get endurtekið Það orðrétt, sem ég sagði í framsöguræðu minni í sambandi við erindi Lögmannafélagsins. Það var svona: „Meðan frv. var fyrir hv. Ed., barst bréf frá Lögmannafélagi Íslands, og var í bréfinu aðallega fundið að efni 32, gr. frv., sem nú er orðin 44. gr., og látinn í ljós ótti um, að hinar ströngu reglur um málsútlistun fyrir hæstarétti mundu leiða til tvíflutnings mála fyrir hæstarétti og skapa málftytjendum ýmis óþægindi. Fyrir tilmæli forráðamanna Lögmannafélagsins voru felld niður í Ed. Þau ákvæði Þessarar gr. frv., sem Þeir voru óánægðastir með, og veit ég ekki annað en að Þeir sætti sig nú fyllilega við hin nýju ákvæði frv.“ Og Þessu til stuðnings skal ég geta Þess til viðbótar, að um þetta átti ég tal við einn af stjórnarmeðlimum í Lögmannafélagi Íslands, og eftir honum hef ég Þessi orð, að Þeir geti eftir atvikum, félagsskapur eða stjórn hans, sætt sig við frv. eins og Það er.