10.04.1962
Efri deild: 84. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1538 í B-deild Alþingistíðinda. (1301)

169. mál, síldarútvegsnefnd

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Þetta mál var til meðferðar á Alþ. í fyrra, og var þá nokkur ágreiningur um það. Fór svo í það sinn, að það náði ekki afgreiðslu þingsins, en á s.l. sumri gaf hæstv. ríkisstj. út brbl. um síldarútvegsnefnd, og hafa þau verið að sjálfsögðu í gildi þar til um síðustu áramót, ef ég man rétt.

Ég er ekki alveg sammála hv. n. um skipun þessara mála, eins og þetta er í frv. Sérstaklega finnst mér það athugavert og eiginlega alls ekki viðeigandi, að Alþ. sé að kjósa minni hluta í stjórn stofnunarinnar. Mér finnst, að annaðhvort eigi Alþ. ekki að kjósa í nefndina eða þá meiri hl., en barna á Alþ. að kjósa 3 menn af 7.

Að öðru leyti hef ég Það út á frv. að setja, að mér sýnist atlar horfur á, að síldarsaltendur geti átt meiri hl. og það mikinn meiri hl. í síldarútvegsnefnd. En það hafa fleiri hagsmuni af því, að þar sé vel haldið á málum, ekki sízt sjómenn. Ég hygg, að það geti jafnvel átt sér stað, að síldarsaltendur eigi fimm af sjö í þessari nefnd. Þetta tel ég ekki æskilegt. En síðan í fyrra hefur sú breyt. á orðið, og það á Þessu þingi, að komið er á verðlagsráði sjávarútvegsins, og Það breytir málinu nokkuð. Vegna þeirrar lagasetningar get ég látið þetta frv. hlutlaust, en mundi ekki hafa gert það, ef sú lagasetning væri ekki komin. Þar með er verðlagning síldar í landinu komin í hendur verðlagsráðs sjávarútvegsins, svo að hér er nokkur breyt. á orðin.

Af því að þetta mál var svo mjög til umr. á síðasta þingi, vil ég ekki, að Það gangi svo í gegnum þessa hv. deild, að ég lýsi ekki þessari afstöðu minni og vegna hvers ég mun ekki greiða atkv. gegn því, en ég greiði ekki heldur atkv. með því.