09.11.1961
Sameinað þing: 14. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2737 í B-deild Alþingistíðinda. (2448)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Frá forseta neðri deildar hefur borizt svofellt bréf:

„Reykjavík, 9. nóv. 1961. Einar Ingimundarson, 4. þm. Norðurl. v., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Með því að ég er á förum til útlanda til að sitja þingmannafund Norður-Atlantshafsbandalagsríkja í París og verð þar um a.m.k. tveggja vikna skeið, leyfi ég mér að óska þess, að fyrsti varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Jón Pálmason bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni:

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti neðri deildar.“

Samkvæmt þessu tekur Jón Pálmason nú sæti á Alþingi. Kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað og samþykkt.