17.04.1962
Efri deild: 98. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2752 í B-deild Alþingistíðinda. (2512)

Starfslok deilda

Karl Kristjánsson:

Erindi mitt í ræðustólinn á þessari kveðjustund er, að ég vil leyfa mér fyrir hönd hv. þdm. að þakka okkar ágæta forseta fyrir forsetastarf hans á þessu þingi. Og um leið vil ég líka þakka hans hlýju orð og árnaðaróskir í garð okkar þdm. Jafnframt vil ég taka undir þakkir hans og óskir til starfsfólks þingsins.

Um leið vil ég svo óska hæstv. forseta góðrar heimkomu, gleðilegrar páskahátíðar og gleðilegs sumars. Sú ósk gildir fyrir hann og hans vandamenn. Hittumst svo öll heil að liðnu farsælu sumri. Má ég biðja hv. þdm. að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. — [Þdm. risu úr sætum.]