07.04.1962
Neðri deild: 86. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í C-deild Alþingistíðinda. (2574)

171. mál, almannavarnir

Þórarinn Þórarinsson:

Hæstv. forseti. Ég tel það óþinglega málsmeðferð hjá hæstv. forseta að fallast ekki á þau tilmæli hér í gærkvöld, að umr. yrði ekki slitið, áður en þm. hefði gefizt kostur á að íhuga þessa frávísunartill. betur, en hún kom fram seint á kvöldfundi, þar sem fáir deildarmenn voru viðstaddir, og henni var ekki heldur útbýtt prentaðri, svo að þeir, sem voru viðstaddir, gætu kynnt sér efni hennar. Af þeim ástæðum var hvorki tími né aðstaða til að bera fram brtt. Ég tel þessa málmeðferð hæstv. forseta enn meira óviðunandi vegna þess, að ég álít, að hér sé um mikilsvert mál að ræða. Að öðru leyti vísa ég til grg. hv. form. þingflokks Framsfl. og greiði ekki atkv.