21.02.1962
Sameinað þing: 37. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í D-deild Alþingistíðinda. (3702)

302. mál, ráðstöfun 6 milljón dollara lánsins

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er spurt um, hve mikið er búið að borga inn til íslenzkra banka af 6 milljón dollara láni frá Bandaríkjunum, sem tekið var samkvæmt heimild í 22. gr. fjárlaga fyrir 1959, og hve miklu nemur sú fjárhæð í íslenzkum krónum. Og í öðru lagi: Hefur ríkisstj. ráðstafað af þessu lánsfé umfram það, sem Alþingi ákvað í 22. gr. fjárlaga 1959, og ef svo er, hvernig?

Því er fyrst til að svara, að inn er komið af þessu fé 5 847 328 dollarar. Þetta er það, sem inn hefur verið borgað af 6 millj, dollara láninu. Þetta er í ísl. kr. 197 907 645.15.

Samkv. 22. gr. fjárlaga fyrir árið 1959 var ákveðið að veita 28 millj. af þessu fé til hafnarframkvæmda, 25 millj. til ræktunarsjóðs og 45 millj. til raforkusjóðs, alls 98 millj. Síðan hefur verið ráðstafað til viðbótar þessu til raforkusjóðs 52 millj., til sementsverksmiðju 10 millj. kr., til síldarverksmiðja ríkisins 6 millj, kr., til fiskveiðasjóðs 34 millj. kr., til niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar, Akureyri, 300 þús. krónur.