22.02.1962
Efri deild: 51. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

129. mál, framsal sakamanna

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er í samræmi við lög, sem sett hafa verið í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð um framsal sakamanna milli þessara ríkja innbyrðis og milli þeirra og Íslands. Löggjöfin í öllum þessum löndum er að mestu leyti samhljóða og byggð á samningum milli ríkjanna. Það þykir eðlilegt, að sams konar reglur séu settar hér á landi, og er frv. samið af lögfræðingum, sem til þess voru kvaddir, og hv. Nd. hefur þegar athugað málið. Vonast ég til, að ekkert sé í því, er ágreiningi getur valdið.

Ég leyfi mér að leggja til, að málinu verði vísað til 2, umr. og hv. allshn.