20.02.1962
Efri deild: 50. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (765)

133. mál, birting laga og stjórnvaldaerinda

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Eins og nál. á þskj. 299 ber með sér, mælir allshn. einróma með samþykkt þessa frv. Regluleg birting milliríkjasamninga í Stjórnartíðindum er óefað til mikilla bóta og mikils hagræðis fyrir alla þá, sem hafa með að gera utanríkismálefni í einni eða annarri mynd. Á hinn bóginn breyta auðvitað hinir fyrirhuguðu birtingarhættir engu um gildi milliríkjasamninga sem réttarheimildar hér á landi. Þrátt fyrir þá birtingarháttu verða milliríkjasamningar sem slíkir auðvitað ekki settir á bekk með landslögum að því er varðar skuldbindandi verkun fyrir þegnana og lægra sett stjórnarvöld, og er það einmitt undirstrikað með því, að þá á að birta í sérstakri deild Stjórnartíðinda.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta málefni.